Trafkon AB var stofnað af Höskuldi Kröyer, samgönguverkfræðingi (PhD, M.Sc., B.Sc.) í Svíþjóð árið 2015. Trafkon flutti síðan starfsemi sína til Íslands með eiganda sínum (Trafkon ehf). Við sérhæfum okkur í samgöngutengdri ráðgjöf og rannsóknum fyrir sveitarfélaga, veghaldara, og rannsóknarsjóði. Hugmyndafræði okkar gengur út á að rannsóknir skili okkur auknum skilningi á hvernig umferðin virkar og afhverju, en skilningur á því er forsenda fyrir að við getum bætt samgöngukerfið. Rannsóknir okker eru unnar á vísindalegan máta með bestu mögulegu aðferðarfræði. Við ráðgjöf þá leitumst við eftir því að notast við bestu vísindalegu og faglegu þekkingu á hverjum tíma. Við höfum sérstaklega mikinn áhuga á umferðaröryggi, aðgengi, og markvissu samgöngukerfi sem uppfyllir þarfir allra vegfarenda. Hér að neðan má lesa meira um starfsemi okkar og fyrri verkefni. Við höfum einkum verið að vinna fyrir sveitarfélög á Íslandi og í Svíþjóð, Vegagerðir Íslands og Svíþjóðar, og háskóla í skandinavíu.
Fyrirtækið er í augnablikinu með takmarkaða starfsemi þar sem eigandi þess vinnur með umferðaröryggismál, hönnun og önnur atriði tengs samgöngumálum fyrir Reykjavíkurborg.

Við veitum ráðgjöf um samgöngumál og hönnun. Meðal annars umferðaröryggismál, umferðaröryggisáætlanir, umferðaröryggisrýni, val á lausnum, úrlausnir vandamála, forgangsröðun aðgerða ofl. Við höfum mikla reynslu af vinnu veghaldara og getum því aðstoðað við meðferð þeirra mála.

Við vinnum mikið með rannsóknarverkefni, til dæmis slysagreiningar, hegðun, upplifun vegfarenda og virkni lausna. Hægt er að lesa um nokkur af fyrri rannsóknarverkefnum okkar með því að smella á myndina hér að ofan.
Trafkon hefur tekið að sér háskólakennslu í skandinavíu varðandi umferðaröryggi, umferðarflæði og fleiri svið innan samgönguverkfræðinnar. Einnig hefur undirritaður verið ytri prófdómari fyrir háskólann NTNU í Noregi síðan 2015.