Rannsóknir og kennsla

Trafkon hefur tekið þátt í kennslu við bæði Háskólann í Lundi (LTH) og Háskólann í Þrándheimi (NTNU). Aðkoma að kennslu hefur fyrst og fremst tengst umferðaröryggi og umferðarrýmd/flæði. Undirritaður hefur einnig verið ytri prófdómari (sensor) fyrir háskólann í Þrándheimi síðan 2015, og var valinn til að skrifa kafla um umferðaröryggi hjóla, rafhjóla og smáfarartækja í alþjóðlegu umferðarencyclopediunni (2021). Við vinnum einnig mikið með rannsóknarverkefni. Rannsóknarverkefni okkar hafa til dæmis snúið að slysagreiningum, hegðun og upplifun vegfarenda, virkni lausna, og sjálfbærni samgöngumiðla. Þessi verkefni hafa verið ýmist fjármögnuð af rannsóknarsjóðum, unnin fyrir sænsku og íslensku Vegagerðirnar, og Háskólann í Lundi. Verkefnin eru allt frá vísindalegum úttektum á hönnun, þörfum vegfarenda, grunnrannsóknir varðandi umferðaröryggi, og slysagreiningar. Hægt er að lesa um nokkur fyrri rannsóknarverkefni hér að neðan.

Fyrirtækið er í augnablikinu með takmarkaða starfsemi þar sem eigandi þess vinnur með umferðaröryggismál, hönnun og önnur samgöngutengd málefni fyrir Reykjavíkurborg.

Tilraunaverkefni með rafhjól í Reykjavík 2019, 2020, og 2021

Markmið verkefnisins var að skoða umferðaröryggi, þarfir notenda rafhjóla, og hvort það að lána rafhjól til íbúa myndi hafa áhrif á ferðahegðun þeirra. Niðurstöður benda til þess að útlán rafhjóla hafi jákvæð áhrif á bæði ferðavenjur sem og upplifaða líkamlega og anlega heilsu. Verkkaupi var Reykjavíkurborg, og sjá má skýrsluna hér (kemur síðar).

-Lokaskýrsla 2019

Myndin hér til hliðar sýnir grafískt ferðafylki til og frá vinnu fyrir umsækjendur.

Áskoranir fyrir umhverfi með mikilli hjólaumferð

Markmið verkefnisins var að skoða umferðaröryggi hjólreiðakeppna, þarfir mismunandi hópa hjólandi vegfarenda, og hvaða áskoranir fylgja því að vera með mjög mikla hjólaumferð. Verkkaupi var rannsóknarsjóður sænsku Vegagerðarinnar og sjá má skýrsluna hér (skýrslan er á sænsku, kemur síðar).

-Cykeltäta staden

Myndin hér til hliðar sýnir upplifun hjólandi vegfarenda af hversu öruggar mismunandi lausnir eru fyrir hjólreiðar.

Öryggi fjöldans

Markmið verkefnisins var að skoða rannsóknir og slysatölfræði tengd fyrirbrigðinu öryggi fjöldas (e. Safety in numbers). Farið er ýtarlega í gegnum þær rannsóknir sem eru til staðar, áreiðanleika þeirra, sem og orsakir þessa fyrirbrigðis. Verkkaupi var rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar og sjá má skýrsluna hér (kemur síðar).

-Öryggi fjöldans

Myndin hér til hliðar sýnir alþjóðlegan samanburð slysatölfræði hjólandi vegfarenda út frá dánartíðni á íbúafjölda og á magn hjólreiða.

2-1 vegir

Markmið verkefnisins var að rannsaka umferðaröryggi og virkni 2-1 lausna. 2-1 lausnir eru þar sem umferðarlitlum vegum er breytt þannig að ein akrein er á tvístefnu götu með hjólarein sitthvoru megin. Notast var við myndbansgreiningarforrit til að skoða hegðun vegfarenda og öryggi lausnarinnar metið. Verkkaupi var Háskólinn í Lundi og rannsóknarsjóður sænsku vegagerðarinnar. Sjá má skýrsluna hér (kemur síðar).

-2-1 vägar

Myndin hér til hliðar sýnir dæmi um 2-1 veg frá Hollandi.

Hausthjólreiðar

Markmið verkefnisins var að skoða tengsl annarsvegar hjólreiða, og hinsvegar árstíða og veðurfars. Verkefnið var unnið í samstarfi við VTI í Svíþjóð. Beitt var tölfræðilegum greiningum og líkönum til að skoða tengsl milli veðurfars og fjölda hjólandi vegfarenda. Verkkaupi var rannsóknarsjóður sænsku Vegagerðarinnar og Gautaborg. Sjá má skýrsluna hér (kemur síðar).

-Höstcykling

Myndin hér til hliðar sýnir dreifingu hjólreiða eftir mánuðum og árum.

Hraðabreytingar og slysafjöldi

Markmið verkefnisins var að skoða tengsl breytinga á hámarkshraða, raunhraða og fjölda slysa mismunandi vegfarendahópa. Áhersla verkefnisins var á þéttbýlisaðstæður. Verkkaupi var rannsóknarsjóður sænsku Vegagerðarinnar. Sjá má skýrsluna hér (kemur síðar).

-Hastighetsförändringar inom tätort och trafiksäkerhetseffekter

Myndin hér til hliðar sýnir breytingar í fjölda slysa út frá breytingu á skiltuðum hámarkshraða.