Ráðgjöf

Við veitum ráðgjöf um samgöngumál, til dæmis umferðaröryggisrýni, umferðaröryggisáætlanir, val á úrlausnum, forgangsröðun aðgerða og flest annað sem kemur að samgöngumálum. Við höfum einnig mikla reynslu af þeim verkefnum og áskorunum sem mæta veghöldurum. Við höfum sérstaklega mikinn áhuga á umferðaröryggi, aðgengi og markmvissu samgöngukerfi sem tekur tillit til allra vegfarendahópa. Við notumst við bestu þekkingu á hverju tíma, bæði vísindalegri og faglegri þekkingu. Hér að neðan má sjá nokkur af stærri verkefnum okkar, en við höfum einnig aðstoðað sveitarfélög og vegagerðir með umferðarskipulag, umferðaröryggisrýni, mat á lausnum, öryggi á framkvæmdartíma ofl.

Trafkon er í augnablikinu með takmarkaða starfsemi þar sem eigandi þess vinnur með umferðaröryggismál, hönnun og önnur samgöngutengd málefni fyrir Reykjavíkurborg.

Áhrif hámarkshraðabreytinga á ferðatíma strætó

Markmið verkefnisins var að meta áhrif hámarkshraðabreytinga Reykjavíkurborgar á ferðatíma Strætó. Útbúið var líkan sem hermir ferðatíma strætó. Líkanið var stillt miðað við raungögn, og staðfest (e. validated) að það væri nægjanlega nákvæmt fyrir verkefnið. Líkanið var svo notað á fimm af leiðum strætó. Niðurstöðurnar sýna að áhrif hámarkshraðabreytinganna eru ekki eins miklar og mætti halda við fyrstu sýn, en lesa má meira í lokaskýrslu verkefnisins. Verkkaupi var Reykjavíkurborg, og sjá má skýrsluna hér (kemur síðar).

Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar 2019 til 2023

Trafkon í samstarfi við Eflu og Verkís gerði umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2019 til 2023. Áskoranir mismunandi vegfarenda voru skoðaðar, og gerðar ýtarlegar greiningar á slysasögu og slysagögnum borgarinnar. Út frá þeirri vinnu var stillt upp áherslum og markmiðum fyrir Reykjavíkurborg. Verkkaupi var Reykjavíkurborg, sjá má skýrslur verkefnisins hér (kemur síðar):

-Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar 2019 til 2023

-Greiningarskýrsla