4. Apríl 2016
Höskuldur er að fara til Japans til að taka við verðlaunum fyrir rannsóknir sínar á umferðaröryggismálum frá IATSS (International Association for Traffic and Safety Science - www.iatss.or.jp)

31. Mars 2016
Höskuldur var með opna kynningu um áhrif hraða á umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda hjá Verkís, afrit af glærunum má nálgast hér.

15 desember 2015
Trafkon fékk í dag rannsóknarstyrk frá Skyltfonden, sem er í eigu sænsku vegagerðarinnar til að rannsaka hvaða vandamál geta komið upp í hjólaborgum framtíðarinnar.

Markmið verkefnisins er að skoða hvers konar slysum megi búast við i framtíðinni og hvernig hjólreiðamenn upplifa mismunandi þætti í umferðinni.

Verklok eru áætluð í desember 2016.
 
1. Oktober 2015 

Trafkon fékk í dag rannsóknarstyrk frá NVF (Nordisk vegforum) til þess að rannsaka vetrarhjólreiðar.

Markmið verkefnisins er að rannsaka hvernig veðrið hefur áhrif á hjólreiðar á veturna.

Verkefnið er unnið undir stjórn Trafkon og í samvinnu við Háskólann í Lundi, Svíþjóð og VTI (vega- og umferðarannsóknarstofnun Svíþjóðar).

Verklok eru áætluð í desember 2016.

   
Trafkon AB er sænskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í umferðar-rannsóknum, kennslu í umferðatækni & ráðgjöf.
- Trafkon ab -
Fréttir